500g sætar kartöflur eða svo
fetaoststykki
3 egg
150-200g sýrður rjómi
pakki af frosnu smjördegi
fræ eftir smekk
salat eftir smekk

Bakið nokkrar sætar kartöflur í ofni við 200° hita í 20-30 mín, þangað til að skinnið er orðið svo laust og hægt er að taka það auðveldlega af. Kartaflan þarf ekki að vera alveg bökuð í gegn. Skerið hana niður í teninga.

Olíuberið meðalstórt bökunarform á meðan kartöflurnar bakast. Þekjið það að innan með hveitibornum smördeigsplötum. Takið gaffal og stingið í botninn á forminu nokrrum sinnum svo smjördegið sé með göt með jöfnu millibili. Setjið formið inn í ofn í 10 mínútur eða þangað til degið lyftist aðeins.

Á meðan degið er í ofninum: blandið saman tveimur eggjum og einni rauðu, geymið hvítuna til hliðar. blandið saman við þetta 150-200 gr af sýrðum rjóma og hrærið, en ekki of mikið. þú vilt halda ákveðnum þéttleika. saltið og piprið blönduna.

Takið degið úr ofnum, dreifið blöndunni í botninn. setjið yfir þetta sætu kartöfluteningana. Myljið svo yfir það stykki af fetaosti. Yfir þetta má svo setja fræ að vild, sólblóma eða graskers o.s.frv. og jafnvel parmesanost yfir það. Saltið og piprið, dreifið smá ólífuolíu yfir. Penslið eggjahvítunni á kantana á deginu. Setjið aftur inn í ofn í uþb 20 mínútur eða þangað til osturinn og kantarnir verða gullbrúnir.

Takið út og leyfið að kólna í 5 mínútur, berið fram með fersku salati eftir smekk.


···